Erlent

Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf?

Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag.

Í sinni náttúrulegu mynd er vírusinn hentugur í slík verkefni en gat um leið verið lífshættulegur. Vísindamenn við Clark Smith Heilamiðstöðina í háskólanum í Calgary í Kanada ákváðu því að reyna að gera hann öruggari og þeir telja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt.

Mýs voru látnar fá samskonar heilaæxli og mannfólk og vírusnum síðan sprautað í þær. Rannsóknir sýndu síðan að æxlin minnkuðu umtalsvert og juku lífslíkur þeirra um leið.

Þetta þýðir að í framtíðinni gæti verið hægt að gefa erfðabreytta vírusinn í æð í stað skurðaðgerðar, sem væri hugsanlega hættuleg fyrir sjúklinginn. Dr. Peter A. Forsyth, talsmaður rannsóknarinnar hvatt þó til varkárni og sagði nauðsynlegt að rannsaka þetta enn betur áður en prófanir á færu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×