Innlent

Leit á keflavíkurflugvelli einungis á sviði lögreglu

Sigurður Örn Hilmarsson
Sigurður Örn Hilmarsson

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar réði inn starfsmenn frá öryggisþjónustum til að aðstoða við öryggisleit á vellinum þegar bregðast þurfti skjótt við athugasemdum eftirlitsstofnunar Evrópska efnahagssvæðisins um skort á flugvernd. Þykir mörgum þetta skref í átt að einkavæðingu öryggisgæslu á vellinum.

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs, segist hafa skilning á þessum aðgerðum flugmálastjórnar miðað við aðstæður.

„Þessum málum væri hins vegar best komið undir stjórn lögreglustjóra þar sem líkamsleit er alvarlegt inngrip í friðhelgi einstaklingsins og slíkt ætti einungis að vera á sviði lögreglumanna. Auk þess krefst slík leit ákveðinnar þjálfunar, en Öryrkjabandalagið benti til dæmis á að líkamsleit á fötluðu fólki kræfist sérþjálfunar, sem ég efast um að starfsmenn Securitas eða Öryggismiðstöðvar Íslands búi yfir.

Sigurður segir stóru spurninguna snúast um hversu langt menn vilji ganga í því að fela einkaaðilum umsjón öryggismála. „Ég er uggandi yfir öllum hugmyndum um auknar valdbeitingarheimildir til einkarekinna öryggisfyrirtækja, og held til dæmis að flestum myndi líka afar illa við þá tilhugsun að vera stöðvaðir af Blönduós hraðaeftirliti ehf. þó svo að vegaeftirlitið væri örugglega gróðavænlegur bisness.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×