Stunduðu njósnir áratugum saman 22. september 2006 18:46 Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur. Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur.
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira