Enski boltinn

Querioz: Ronaldo verður bestur

Ronaldi er heitasti leikmaður ensku deildarinnar um þessar mundir.
Ronaldi er heitasti leikmaður ensku deildarinnar um þessar mundir. MYND/Getty

Carlos Querioz, aðstoðarþjálfari Manchester United, telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Cristiano Ronaldo verði besti leikmaður heims. Querioz telur hann vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag og á öðrum stalli en aðrir.

Hinn 21 árs gamli Ronaldo hefur verið í feiknaformi í vetur og skorað 10 mörk í deildinni það sem af er. “Ég er sannfærður um að hann verður brátt einn besti og á endan allra besti leikmaður heims. Það er háð því að hann lendi ekki í meiðslum, sem er forsendan að árangri hjá öllum leikmönnum. Það er umtalað í evrópskum fótbolta hversu ótrúlega hæfileika hann hefur,” segir Queiroz.

“Í dag er enginn annar leikmaður í Englandi sem býr yfir hans hæfileikum. Hann er í sérklassa,” bætti Queiroz við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×