Enski boltinn

Mascherano og Sissoko að skipta um lið?

Dvöl Javier Mascherano hjá West Ham hefur verið martröð líkust.
Dvöl Javier Mascherano hjá West Ham hefur verið martröð líkust. MYND/Getty

Orðrómurinn um hugsanlega brottför Javier Mascherano til Liverpool í janúar heldur áfram og nú hefur miðjumanninum Mohamed Sissoko verið blandað í umræðuna. Sagan segir að Juventus sé reiðubúið að gefa eftir Mascherano til Liverpool, með því skilyrði að ítalska félagið fái forkaupsrétt á Sissoko í sumar.

Juventus hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Mascherano og segja fjölmiðlar á Ítalíu að samningur um félagsskipti við West Ham séu svo gott sem frágengin. Didier Deschamps, stjóri Juve, sé hins vegar reiðubúinn að framfæra samninginn til Liverpool, með því skilyrði að Sissoko fái að fara til Juventus um sumarið - fyrir rétt verð.

Ekki er vitað hversu mikill fótur er fyrir þessum fréttum á Ítalíu en ljóst er að Sissoko er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Rafael Benitez og er leikmaðurinn í miklu uppáhaldi hjá spænska stjóranum. Það verður því að teljast ólíklegt að hann sé reiðubúinn að selja hann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×