Volz tryggði Fulham 15.000 pund

Moritz Volz leikmaður Fulham, tryggði félaginu sínu 15 þúsund pund í dag með því að skora 15 þúsundasta mark ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi gegn Chelsea. Fyrir umferðina í Englandi dag höfðu 14,993 mörk verið skoruð frá upphafi og hafði Barclays, aðalstyrktaraðili deildarinnar, lofað upphæðinni til þess félags sem næði áfanganum í dag.