Enski boltinn

Orðsporið er varanlega skaðað

Sam Allardyce hefur líklega fallið í áliti hjá mörgum á síðustu dögum.
Sam Allardyce hefur líklega fallið í áliti hjá mörgum á síðustu dögum.

Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu.

„Ég hef ekki gert neitt rangt en svona ásakanir festast við mann það sem eftir er, jafnvel þó þær verði ekki sannaðar,“ segir Allardyce. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að segja upp. Það yrði eins og uppgjöf í mínum huga. En ég tel að mitt orðspor í boltanum verði aldrei það sama.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×