Erlent

Skógareldar í Kína slökktir

Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að slökkva elda sem hafa logað í 11 daga í skóglendi í Hei-long-jang-kantónu í Kína. Um það bil 11 þúsund slökkviliðs- og lögreglumenn, auk skógarvarða, tóku þátt í baráttunni við eldana.

Óttast er að eldarnir kunni að kvikna á ný og því er mikið eftirlit á svæðinu. Talið er að um 50 þúsund hektara svæði hafi orðið eldunum að bráð en þar er að finna stærsta fornskóg í Kína.

Talið er að eldingu hafi slegið niður og eldarnir kviknað við það. Þurrviðra- og vindasamt hefur verið á svæðinu og fyrir vikið hefur eldhafið auðveldlega náð að breiða úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×