Enski boltinn

Kemur mér ekki á óvart

Nú eru taldar afgerandi líkur á að Jose Mourinho fjárfesti eins og einum miðverði strax á nýju ári.
Nú eru taldar afgerandi líkur á að Jose Mourinho fjárfesti eins og einum miðverði strax á nýju ári. MYND/Getty

Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech.

„Ég verð að hrósa Fulham fyrir það hvernig þeir brugðust við eftir að hafa lent undir. Þeir vita að við gátum ekkert varist og því sóttu þeir á okkur, svo einfalt er þetta. Þetta er sama sagan fyrir okkur. Þegar lið sjá okkur gera mistök trúa þau að þau geti skorað mörk. Við erum búnir að fá á okkur tvö mörk, fjóra leiki í röð og það kemur mér ekkert á óvart," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, en greinilegt er að liðið saknar fyrirliðans John Terry sárlega en hann er frá vegna meiðsla.

„Þetta er frábært stig fyrir okkur og mér fannst frammistaða okkar á heildina litið vera frábær. Það er ekki hægt að biðja um meira en þetta af leikmönnunum," sagði Chris Coleman, stjóri Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×