Sport

Jón Arnór og Helena best

Helena Sverrisdóttir hefur verið kjörin körfuboltakona ársins af KKÍ
Helena Sverrisdóttir hefur verið kjörin körfuboltakona ársins af KKÍ Mynd/E.Ól

Körfuknattleikssamband Íslands hefur útnefnt þau Jón Arnór Stefánsson og Helenu Sverrisdóttur körfuboltamenn ársins á Íslandi árið 2005. Jón Arnór varð Evrópumeistari með liði sínu St. Pétursborg í Rússlandi og var valinn í stjörnulið FIBA Europe. Hann leikur nú í ítölsku A-deildinni með Napoli.

Helena Sverrisdóttir hefur leikið einstaklega vel með Haukum á árinu og var meðal annars valinn leikmaður Íslandsmótsins síðasta vor af leikmönnum og þjálfurum í deildinni. Hún stóð sig einnig vel með U-18 ára landsliði Íslands og fór fyrir liði Hauka í frumraun liðsins í Evrópukeppninni í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×