Erlent

Blæðingar í heila Sharons stöðvaðar í þriggja tíma aðgerð

Aðgerð á heila Sharons tók þrjár klukkustundir.
Aðgerð á heila Sharons tók þrjár klukkustundir. MYND/AP

Aríel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gekkst undir aðra aðgerð á heila um hádegisbil í dag. Aðgerðin stóð í þrjár klukkustundir en hún var nauðsynleg vegna þess að enn og aftur byrjaði að blæða inn á heila forsætisráðherrans.

Að lokinni aðgerð var Sharon settur í sneiðmyndatæki og leiddu myndirnar í ljós að tekist hefði að stöðva blæðingar inn á heila hans. Heilsu hans hrakaði til muna snemma í morgun en hann var fluttur með hraði á sjúkrahús í gær, eftir alvarlegt heilablóðfall.

Læknar telja nú að skaðinn á heila hans séu jafnvel minni en ætla mátti. Engu að síður er talið fullvíst að pólitískum ferli forsætisráðherrans sé lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×