Sport

Arsenal komið í 4. sæti

Aleksander Hleb fær hér ást frá samherjum sínum eftir að hafa skorað í dag.
Aleksander Hleb fær hér ást frá samherjum sínum eftir að hafa skorað í dag.
Arsenal náði í dag að tylla sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-0 sigri á Charlton. Emmanuel Adebayor, Robert Pires og Aleksander Hleb skoruðu mörk Arsenal sem komust með sigrinum í 50 stig, einu stigi ofar en Tottenham sem á leik til góða gegn Birmingham sem hefst kl. kl. 17:15. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem eru í 13. sæti með 39 stig.

Louis Saha var hetja Manchester United og skoraði bæði mörk liðsins í 1-2 útisgri á W.B.A. en Man Utd er í 2. sæti með 63 stig, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea. Ruud van Nistelrooy vermdi varamannabekk Man Utd allan leikinn. Blackburn sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti vann dramatískan 3-2 sigur á Middlesbrough þar sem Craig Bellamy skoraði sigurmarkið en hann gerði tvö markanna fyrir sitt lið. Blackburn lék manni færri frá 54. mínútu þegar Robbie Savage var rekinn út af.

Bolton sló enn einn naglann í líkkistu Sunderland sem er á hraðri niðurleið í 1. deildina. Bolton vann 2-0 og er í 7. sæti með 48 stig en Sunderland er með 10 stig á botni deildarinnar og nú 17 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Wigan lagði Man City, 0-1 á útivelli og Portsmouth sem er í fallbaráttunni vann dýrmætan 2-4 útisigur á West Ham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×