Íranar hætta ekki auðgun úrans 1. júní 2006 12:30 Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. MYND/AP Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust. Erlent Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust.
Erlent Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira