Lögleyfing heróíns gefur góða raun í Sviss 2. júní 2006 19:15 Nýjum sprautufíklum í Zürich hefur snarfækkað eftir að yfirvöld fóru sjálf að láta heróínneytendum efnið í té og útvega þeim aðstöðu til að sprauta sig. Læknatímaritið Lancet birti í morgun rannsókn sína á svissnesku tilrauninni sem svo hefur verið nefnd en um niðurstöður hennar mátti meðal annars lesa um í breska blaðinu Independent. Þar er rakið hvernig yfirvöld í Zürich í Sviss tóku á stöðugt vaxandi heróínvandamáli í borginni sem náði hámarki um 1990 þegar að meðaltali tveir nýir sprautufíklar á dag bættust í hóp þeirra sem fyrir voru. Verst var ástandið í námunda við lestarstöðina, í hinum alræmda Nálagarði. Árið 1991 var hins vegar ákveðið að gefa sprautufíklum kost á að skrá sig hjá læknum til að fá afhent heróín, meþadon og hreinar nálar og jafnframt var komið upp sérstakri aðstöðu fyrir þá til að sprauta sig. Niðurstöður Lancet-skýrslunnar eru mjög athyglisverðar: Þótt þeir sem enn noti heróín séu háðir því lengur nú en áður hefur orðið áttatíu og tveggja prósenta fækkun á nýjum heróínfílkum. Glæpum hefur jafnframt fækkað svo og dauðsföllum eftir of stóra eiturskammta. Svissneskir læknar skýra þetta með því að við breytinguna hafi ímynd heróínsins breyst í að vera lyf handa fársjúku fólki og þar með hafi eitrið misst aðdráttarafl sitt fyrir ungt fólk sem að öðrum kosti hefði ánetjast því. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Nýjum sprautufíklum í Zürich hefur snarfækkað eftir að yfirvöld fóru sjálf að láta heróínneytendum efnið í té og útvega þeim aðstöðu til að sprauta sig. Læknatímaritið Lancet birti í morgun rannsókn sína á svissnesku tilrauninni sem svo hefur verið nefnd en um niðurstöður hennar mátti meðal annars lesa um í breska blaðinu Independent. Þar er rakið hvernig yfirvöld í Zürich í Sviss tóku á stöðugt vaxandi heróínvandamáli í borginni sem náði hámarki um 1990 þegar að meðaltali tveir nýir sprautufíklar á dag bættust í hóp þeirra sem fyrir voru. Verst var ástandið í námunda við lestarstöðina, í hinum alræmda Nálagarði. Árið 1991 var hins vegar ákveðið að gefa sprautufíklum kost á að skrá sig hjá læknum til að fá afhent heróín, meþadon og hreinar nálar og jafnframt var komið upp sérstakri aðstöðu fyrir þá til að sprauta sig. Niðurstöður Lancet-skýrslunnar eru mjög athyglisverðar: Þótt þeir sem enn noti heróín séu háðir því lengur nú en áður hefur orðið áttatíu og tveggja prósenta fækkun á nýjum heróínfílkum. Glæpum hefur jafnframt fækkað svo og dauðsföllum eftir of stóra eiturskammta. Svissneskir læknar skýra þetta með því að við breytinguna hafi ímynd heróínsins breyst í að vera lyf handa fársjúku fólki og þar með hafi eitrið misst aðdráttarafl sitt fyrir ungt fólk sem að öðrum kosti hefði ánetjast því.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira