Fótbolti

Ferguson stakk mig í bakið

Ruud Van Nistelrooy er mjög ánægður hjá Real Madrid
Ruud Van Nistelrooy er mjög ánægður hjá Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid segir að Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafi stungið sig í bakið þegar hann ákvað að tefla honum ekki fram í úrslitaleik deildarbikarsins í vor.

Hinn þrítugi framherji fór frá United til Real Madrid í júlí í sumar eftir að hafa skorað 150 mörk á fimm árum með enska liðinu. Nistelrooy segir að samband hans við Ferguson hafi verið í fínu lagi þangað til í febrúar, þegar hann var settur á bekkinn í 4-0 sigri á Wigan í Cardiff í úrslitaleiknum.

"Mér fannst hann hafa stungið mig í bakið. Fyrstu mánuðirnir á tímabilinu voru fínir, en síðasti fjórðungur tímabilsins var ekki góður og mig langar að gleyma honum sem fyrst. Þá varð samstarf okkar Ferguson erfitt og við gátum ekki unnið saman," sagði Hollendingurinn og bætti við að hann væri í skýjunum yfir fyrstu vikunum í herbúðum Real Madrid.

"Ég á ekki til orð til að lýsa því hvað það hefur verið dásamlegt að koma til Madrid. Stuðningsmennirnir eru frábærir og hafa tekið mér vel og allur aðbúnaður fyrir leikmenn er fyrsta flokks. Ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Nistelrooy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×