Fótbolti

Aragones framlengir samning sinn

Aragones gamli virðist ekki ætla að hætta með spænska landsliðið fyrr en honum verður sparkað út
Aragones gamli virðist ekki ætla að hætta með spænska landsliðið fyrr en honum verður sparkað út AFP

Spænska knattspyrnusambandið hefur nú formlega framlengt samning landsliðsþjálfarans umdeilda Luis Aragones um tvö ár. Áður hafði legið fyrir munnlegt samkomulag um þetta, en forseti knattspyrnusambandsins hefur staðfest að búið sé að skrifa undir.

Aragones er ekki vinsælasti maðurinn á Spáni þessa dagana og er meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að best væri að reka ætti gamla manninn, enda hefur árangur landsliðsins ekki verið upp á marga fiska.

Spánverjar leika í F-riðli með okkur Íslendingum í undankeppni EM og sitja þar í fimmta sæti eftir töp gegn Norður-Írum og Svíum. Aragones sagði fyrir HM í sumar að hann ætlaði að segja af sér ef næðist ekki viðunandi árangur á mótinu, en stóð ekki við þau orð eftir að spænska liðið var sent heim snemma. Aragones bauðst raunar einnig til að segja af sér eftir tapið gegn Norður-Írum, en hefur nú aftur skipt um skoðun og segist ætla að verða áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×