Fótbolti

Vill ekki skrifa strax undir nýjan samning

David Beckham hefur eytt stórum hluta tímabilsins í teygjuæfingar á hliðarlínunni.
David Beckham hefur eytt stórum hluta tímabilsins í teygjuæfingar á hliðarlínunni. Getty Images

David Beckham, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og leikmaður Real Madrid á Spáni, vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið fyrr en hann hefur náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.

"Við viljum gera við hann nýjan samning og það hafa verið haldnir nokkrir fundnir vegna málsins. Fyrir okkur er ekkert vandamál en við verðum að hlusta á hvað leikmaðurinn sjálfur hefur að segja," sagði Predrag Mijatovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Real, við spænska sjónvarpsstöð í gærkvöldi.

"Hann hefur verið óheppinn að félagið hefur ekki unnið titil síðustu þrjú ár og hann hefur ekki verið að spila eins mikið og hann hefði viljað. Hann vill snúa blaðinu við og þess vegna er ekki búið að skrifa undir nýjan samning," sagði Mijatovic, sem þó hefur trú á því að Beckham verði áfram hjá Real.

"Andrúmsloftið í liðinu er mjög gott og ég held að Beckham vilji taka þátt í því starfi sem verið er að vinna hér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×