Fótbolti

Pearce skorar á McClaren að halda sig við Richards

Richards er hér í baráttu við Arjen Robben, leikmann Hollands í gærkvöld
Richards er hér í baráttu við Arjen Robben, leikmann Hollands í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur skorað á Steve McClaren að gefa bakverðinum Micah Richards áframhaldandi tækifæri með enska landsliðinu eftir að hinn ungi varnarmaður stóð sig vel í vináttuleik Hollendinga og Englendinga í Amsterdag í gærkvöld.

"Micah er andlega sterkur og flest landslið eru full að leikmönnum sem búa yfir andlegum styrk. Mér finnst hann hafa staðið sig það vel í leiknum í gær að hann eigi skilið að fá tækifæri áfram hjá landsliðinu, enda hefur hann ekki litið til baka eftir að hann fékk tækifæri með aðalliði okkar," sagði Pearce og benti á að það væri oft ungu leikmönnunum til góða hversu fáliðað lið Manchester City væri.

"Við hikum aldrei við að gefa ungum leikmönnum tækifæri og ég sé það alveg í spilunum að Micah geti farið fyrir næstu kynslóð leikmanna á Englandi. Það er hollt fyrir þessa stráka að fá að spila hvern einasta leik eins og verið hefur í hans tilviki," sagði Pearce og bætti því við að hann ætti von á því að sjá Richards spila stöðu miðvarðar hjá landsliðinu í framtíðinni þegar hann hefði öðlast meiri reynslu. Hann hefur þegar fengið að spreyta sig bæði sem sóknar- og miðjumaður hjá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×