Fótbolti

Samuel Eto´o: Ekkert mun stöðva mig

Samuel Eto´o er óðum að ná sér af hnémeiðslunum sem hann varð fyrir í upphafi tímabils.
Samuel Eto´o er óðum að ná sér af hnémeiðslunum sem hann varð fyrir í upphafi tímabils. MYND/Getty

Nú styttist óðum í endurkomu Samuel Eto'o hjá Barcelona og eins og áður er ekkert skort á sjálfstrausti hjá framherjanum. Hann segir í nýlegu viðtali að hann að ekkert muni stoppa sig eftir að hann hefur leik að nýju og að markakóngstitilinn á Spáni sé ekki ómögulegt markmið fyrir sig.

“Ég hef verið eins og týnd sál upp í stúku á leikdögum. Ég sakna þess að spila fyrir fullu húsi á Nou Camp, ég sakna þess að finna adrenalínið flæða. Auðvitað sakna ég líka þess að skora mörk,” sagði Eto´o við Soccernet og bætti því við hann myndi byrja að spila að nýju fljótlega á næsta ári. “Endurhæfingin hefur gengið fullkomnlega. Ég verð mjög frískur og ekkert mun stöðva mig.”

Þá segist Eto´o hafa styrkst andlega í meiðslunum. “Svona meiðsli fá mann til að hugsa um aðra hluti og ég hef til dæmis þurft að hafa mikið fyrir mínum sjálfsaga. Það tekur mikið á að stunda svona endurhæfingu. Ég reyni að líta á jákvæðu hlutina, t.d. þá staðreynd að meiðsli mín urðu á hausti en ekki að vori – þegar allir titlarnir eru unnir,” segir hann.

Í viðtalinu fullyrðir greinarhöfundur að Eto´o muni svo gott sem ganga beint inn í byrjunarlið Barca um leið og hann verður orðinn leikfær. Þá segir hann að þrátt fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen hafi gert sitt besta til að fylla skarð Kamerúnans þá muni hann aldrei getað fetað í fótspor flinkasta knattspyrnumanns Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×