Enski boltinn

Ferguson stríðir Mourinho og Chelsea

Ferguson gerði létt grín að Chelsea í dag
Ferguson gerði létt grín að Chelsea í dag AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og kollegi hans Jose Mourinho hjá Chelsea, skjóta nú föstum skotum á hvorn annan í fjölmiðlum. Ferguson átti nýjasta skotið í dag þegar hann tjáði sig um nýjustu ummæli Jose Mourinho.

Jose Mourinho lét hafa það eftir sér í blöðum á dögunum að fimm stiga forysta United á toppi deildarinnar væri til lítils fyrir þá rauðu og bætti því við að Chelsea yrði ekki lengi að vinna forskotið upp og ná United að stigum þar sem leikur liðsins "væri að breytast"

Ferguson tók undir þetta í dag og sagði að vissulega væri leikur Chelsea að breytast - til hins verra.

"Jú, gæti spilamennska Chelsea átt eftir að fara á nýtt stig og breytast - og þá til hins verra," sagði Ferguson. "Að mínu mati er Chelsea að spila betur en liðið hefur gert undanfarin ár, en ég ætla ekki að skipta mér mikið af þeim. Mitt lið er að spila mjög vel og því væri mér alveg sama þó við værum jafnvel tveimur stigum á eftir Chelsea í töflunni - ég væri samt ánægður með spilamennsku okkar," sagði Skotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×