Enski boltinn

Rúrik á leið til Valencia?

Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason Mynd/heimasíða Charlton

Knattspyrnumaðurin Rúrik Gíslason sem enska úrvalsdeildarliðið Charlton keypti frá HK í fyrra er hugsanlega á leið til Valencia á Spáni þar sem honum er ætlað að fara beint inn í aðallið félagsins.

Rúrik sem er 18 ára unglingalandsliðsmaður hefur staðið sig frábærlega með varaliði Charlton að undanförnu en fær engin tækifæri með aðalliðinu sem vermir botnsætið í ensku úrvalsdeildinni. Rúrik sagði í viðtali við Morgunblaðið í morgun að vegna meiðsla hjá Valencia væri ætlun Spánverjanna að fá sig að láni í janúar.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður Rúriks sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í morgun Andrew Mills sem sér um leikmannamál hjá Charlton væri á leið til Valenciu eftir helgi til þess að ræða mál Rúriks frekar. Samningur Rúriks við Charlton rennur út í sumar og að sögn Ólafs olli það nokkurri ólgu í herbúðum Charlton þegar Valencia fór formlega fram á að fá Rúrik að láni, leikmann sem aldrei hefur fengið tækifæri með byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×