Enski boltinn

Allardyce gagnrýnir uppsögn Alan Pardew

Allardyce segir að Pardew hefði átt að fá meiri tíma til að rétta við skútuna hjá West Ham
Allardyce segir að Pardew hefði átt að fá meiri tíma til að rétta við skútuna hjá West Ham NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Bolton, segir að stjórn West Ham hafi verið aðeins of fljót á sér í að reka Alan Pardew úr starfi knattspyrnustjóra hjá West Ham, en viðurkennir að líklega hafi undraverður árangur liðsins á síðustu leiktíð komið í bakið á stjóranum þegar halla tók undan fæti í vetur.

"Ég var mjög vonsvikinn að sjá Alan rekinn svo stuttu eftir að ný stjórn tók við hjá West Ham, því ég tel að hann hefði náð að rétta við gengi liðsins. Alan er í rauninni fórnarlamb eigin árangurs, því frábært gengi liðsins á síðustu leiktíð hefur eflaust skapað óraunhæfar væntingar í herbúðum þess í ár," sagði Allardyce og bætti því við að menn gerðu sér almennt ekki grein fyrir því hversu erfitt það væri að ná að festa lið í sessi í úrvalsdeildinni eftir að það kæmi upp úr þeirri fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×