Innlent

Líf og fjör í Biskupstungum

Ekki vantaði lífið og fjörið í Biskupstungum í dag þar sem óvenjulegar réttir fóru fram, svo ekki sé meira sagt. Sindri Sindrason skellti sér í réttirnar þar sem hundruð manna voru saman komnir.

Tungnaréttir voru haldnar í Biskupstungum í dag. Réttirnar voru þó ekki með hefðbundnum hætti að þessu sinni þar sem ekkert fé var í réttunum vegna riðu sem kom upp í sveitinni í fyrra. Hestar fylltu í skarðið fyrir kindurnar og var haldið hestauppboð sem gestir tóku vel í enda seldust fjölmörg hross. Ekki voru þó allir komnir til að kaupa hross enda ekki ódýrasta gæludýrið. Flestir komu vegna félagsskaparins og fjörsins sem var svo sannarlega til staðar. En það voru ekki bara hestar sem voru seldir á uppboðinu heldur einnig laglegur kálfur sem fór á litlar 45 þúsund krónur. Réttirnar verða þó með hefðbundnara sniði á næsta ári þar sem kindur munu spilla stóra rullu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×