Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða 20. október 2006 12:34 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira