Innlent

Níu ökumenn sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs

MYND/Róbert

Níu ökumenn eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu fyrir að hafa ekið of hratt í íbúðargötu í Breiðholti í gær þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Lögregla hefur að undanförnu verið við hraðamælingar við skóla og í íbúðarhverfum í ljósi þess að skólar eru nýhafnir. Við mælingar í Arnarbakka í Breiðholti, þar sem töluvert er um gangandi vegfarendur og hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund, voru tíu ökumenn gripnir fyrir of hraðan akstur. Níu þeirra voru á yfir sextíu kílómetra hraða sem þýðir að þeir verða að óbreyttu sviptir ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×