Enski boltinn

Áttum ekki skilið að tapa þessum leik

Paul Jewell var svekktur yfir tapinu í kvöld
Paul Jewell var svekktur yfir tapinu í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, stjóri Wigan, var ósáttur við að tapa 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en hans menn fengu ágætis færi í leiknum og hefðu með smá heppni geta náð í stig. Arsene Wenger talaði um þreytu í liði sínu eins og við var að búast.

"Mér þótti lið mitt spila mjög vel í dag og við náðum að halda sæmilega aftur af Arsenal. Einhverjir segja eflaust að mark þeirra hafi verið frábært, en það er engu að þakka nema einbeitingarleysi okkar í vörninni. Við fengum líka að kenna á því og því töpuðum við leik óverðskuldað," sagði Jewell.

"Þetta var erfiður leikur því leikmenn Wigan voru sannarlega tilbúnir í slaginn. Þeir hefðu geta fengið eitthvað út úr þessum leik en það féll okkar megin að þessu sinni. Við sköpuðum okkur nokkur færi alveg eins og þeir, en við þurftum á öllu okkar að halda til að hirða öll stigin. Menn eiga líka oft erfitt með að ná sér á flug í byrjun þegar þeir spila á þriggja daga fresti," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×