Notendum fjölgar um 66% milli vikna 2. október 2006 16:30 Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. Ríflega 202 þúsund fréttir voru skoðaðar í VefTV í síðustu viku eða sem svarar til um 30 þúsund fréttum á dag. Þetta er tæplega þriðjungs aukning miðað við fyrri viku. Tveir viðburðir eiga stærstan þátt í þessum vexti í liðinni viku. Annars vegar bein útsending frá blaðamannafundi Geirs H. Haarde þegar hann kynnti niðurstöður samkomulags við Bandaríkjamenn um varnarsvæðið á Miðnesheiði og hins vegar bein útsending frá því þegar tappinn var settur í Hálslón. Raunar var áhugi landsmanna svo mikill á síðarnefnda viðburðinum að kerfi tengd Vísi og VefTV þoldu ekki álagið. Vinna er í fullum gangi við að auka enn afkastagetu kerfisins og hafa straumgæði verið lækkuð lítillega til að auka afkastagetuna, án þess þó að gæðum sé fórnað. Til stendur að tvöfalda afkastagetuna áður en langt um líður. Fréttastofa NFS hyggst halda áfram á sömu braut og fjölga enn beinum útsendingum frá fréttnæmum viðburðum á Vísi. Notkun fréttahluta Vísis hefur vaxið umtalsvert í kjölfar stóraukinnar áherslu fréttastofu NFS á netfréttir. Notendu fréttahlutans eru rúmum 12% fleiri í síðustu viku en vikunni þar á undan og innlit eða heimsóknir aukast um 16,5%. Þá eykst lesturinn á fréttahluta Vísis um tæp 17%. Vísir er nú í öðru sæti netmiðla á Íslandi samkvæmt Samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 217 þúsund manns notuðu Vísi í liðinni viku, 1,3% fleiri en í fyrri viku. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%. Ríflega 202 þúsund fréttir voru skoðaðar í VefTV í síðustu viku eða sem svarar til um 30 þúsund fréttum á dag. Þetta er tæplega þriðjungs aukning miðað við fyrri viku. Tveir viðburðir eiga stærstan þátt í þessum vexti í liðinni viku. Annars vegar bein útsending frá blaðamannafundi Geirs H. Haarde þegar hann kynnti niðurstöður samkomulags við Bandaríkjamenn um varnarsvæðið á Miðnesheiði og hins vegar bein útsending frá því þegar tappinn var settur í Hálslón. Raunar var áhugi landsmanna svo mikill á síðarnefnda viðburðinum að kerfi tengd Vísi og VefTV þoldu ekki álagið. Vinna er í fullum gangi við að auka enn afkastagetu kerfisins og hafa straumgæði verið lækkuð lítillega til að auka afkastagetuna, án þess þó að gæðum sé fórnað. Til stendur að tvöfalda afkastagetuna áður en langt um líður. Fréttastofa NFS hyggst halda áfram á sömu braut og fjölga enn beinum útsendingum frá fréttnæmum viðburðum á Vísi. Notkun fréttahluta Vísis hefur vaxið umtalsvert í kjölfar stóraukinnar áherslu fréttastofu NFS á netfréttir. Notendu fréttahlutans eru rúmum 12% fleiri í síðustu viku en vikunni þar á undan og innlit eða heimsóknir aukast um 16,5%. Þá eykst lesturinn á fréttahluta Vísis um tæp 17%. Vísir er nú í öðru sæti netmiðla á Íslandi samkvæmt Samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 217 þúsund manns notuðu Vísi í liðinni viku, 1,3% fleiri en í fyrri viku.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira