Evrópa hefur góða forystu 24. september 2006 06:30 Gleðin skein af þeim Jose-Maria Olazabal og Sergio Garcia í gær. Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær. Golf Íþróttir Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lið Evrópu er að vinna Ryder -keppnina með tíu vinningum gegn sex hjá bandaríska liðinu fyrir lokadaginn á K-Klub sem er í dag. Illa gekk hjá bandaríska liðinu í gær og voru það þeir Tiger Woods og Jim Furyk sem lönduðu eina sigri þess í fjórmenningnum eftir hádegi þegar þeir unnu hina írsku Paidraig Harrington og Paul McGinley. Spánverjinn José Maria Olazabal jafnaði í gær met Ian Woosnam í fjórleik. Þeir tveir hafa náð flestum stigum í fjórleik fyrir Evrópuliðið í 79 ára sögu keppninnar. Olazábal lék með Sergio Garcia í gær og unnu þeir þá Chris DiMarco og Phil Mickelson. Paul Casey og David Howell sigruðu í gær þá Stewart Cink og Zach Johnson en Casey fór holu í höggi á fjórtándu brautinni. Síðast fór maður holu í höggi í Ryder-keppninni árið 1995. Cink og Johnson léku illa í gær. „Þetta er ótrúleg tilfinning, í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi á atvinnumannamóti,“ sagði Englendingurinn Paul Casey eftir að hafa farið holu í höggi en hann er aðeins fimmti kylfingurinn sem afrekar það á Ryder-keppni. Það er allt útlit fyrir að Evrópa muni vinna þriðja sigur sinn í röð í Ryder-keppninni. Sergio Garcia hefur leikið frábærlega á mótinu og unnið alla fjóra leiki sína til þessa. „Það skiptir miklu máli að hafa góða spilara með sér og ég hef verið heppinn með það. Ég og Luke Donald náðum til dæmis frábærlega saman. Það sem skiptir samt mestu máli er að tryggja Evrópu sigur og það drífur mann áfram,“ sagði Garcia í gær.
Golf Íþróttir Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira