Barcelona og Valencia gerðu 1-1 jafntefli á Camp Nou leikvanginum í Barcelona. Það var David Villa sem skoraði fyrir Valencia en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum og kom ekki inn á. Önnur úrslit á Spáni:
Atlético Madrid 2 - 1 FC Sevilla
Celta Vigo 0 - 2 Osasuna
Getafe 0 - 0 Athletic Bilbao
Gimnastic de Tarragona 2 - 2 Racing Santander
Levante 2 - 0 Deportivo La Coruña
Mallorca 1 - 0 Espanyol
Sociedad 2 - 3 Recreativo Huelva
Villarreal 3 - 2 Real Zaragoza