Enski boltinn

Mourinho biðst afsökunar

Jose Mourinho baðst afsökunar
Jose Mourinho baðst afsökunar NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni.

"Mig langar að byrja á því að segja að ég ber mikla virðingu fyrir liði Everton og það er frábært að mæta liðinu í deildinni, sérstaklega á þeirra heimavelli, þar sem stemmingin er alltaf frábær. Mig langar að taka fram að ég notaði ekki sterk orð eftir leikinn þegar ég talaði um Andy Johnson og kallaði hann aldrei svindlara, enda sá ég að hann hafði ekki rangt við þegar ég fór yfir myndband af leiknum og dómarinn gerði hárrétt. Því á Andy Johnson skilið afsökunarbeiðni frá mér, sem og stjóri hans og allt liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×