
Enski boltinn
Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar

Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35.