Viðskipti erlent

Lækkanir í Evrópu og Asíu

Frá fjármálamarkaði á Taílandi.
Frá fjármálamarkaði á Taílandi. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa og gjaldmiðla hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í Evrópu og Asíu í dag í kjölfar tilraunasprengingar Norður-Kóreumanna í nótt.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu um allt frá 2 til 19 punktum við opnun markaða í dag.

Lækkunin var talsvert meiri í Asíu en Kospi-hlutabréfavísitalan í Suður-Kóreu lækkaði um 33 punkta eða 2,4 prósent. Þá lækkaði gengi japanska jensins gagnvart öðrum gjaldmiðlum og hefur það ekki verið lægra í sjö mánuði.

Að sögn greiningaraðila munu áhrifin ekki koma að fullu í ljós fyrr en japanskir fjármálamarkaðir opna á morgun eftir frí í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×