Neita að upplýsa um kreditkort ráðherra 2. apríl 2007 06:45 Notkun kreditkorta ráðherra á nafni ríkisins er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og ekki til persónulegra innkaupa. MYND/Pjetur Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta." Kosningar 2007 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Átta ráðherrar hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni en fjórir ekki. Ráðuneytin átta neita öll að afhenda afrit af greiðsluyfirliti vegna kreditkortanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir ráðuneytin geta ákveðið hvort viðkomandi ráðherra hafi kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Við höfum verið dálítið íhaldssamir með að menn væru ekki að nota þetta, sérstaklega vegna þess að utanumhaldið er erfitt. Við vorum spurðir um þetta á sínum tíma og vorum frekar á því að sleppa því en gátum ekki bannað það," segir ríkisendurskoðandi. Það eru forsætisráðherra, utanríkisráðherra, landbúnaðarráðherra, menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra og félagsmálaráðherra sem hafa kreditkort á sínu nafni, líkt og forverar þeirra. Sigurður Þórðarson. Gátum ekki bannað kreditkortin, segir ríkisendurskoðandi. Notkun kreditkorta ráðherranna er sögð bundin við kostnað vegna ferðalaga og þau eru ekki ætluð til persónulegra innkaupa. Úttektarheimildin er 700 þúsund krónur í nánast öllum ráðuneytum. Fréttablaðið spurði ráðuneytin hvort kort ráðherra hefði einhvern tímann verið notað til persónulegra innkaupa. Félagsmálaráðuneytið sagði kreditkort ráðuneytisins aldrei hafa verið notuð til persónulegra innkaupa. Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði það ekki hafa gerst í ráðuneytinu að kreditkortið hefði verið notað fyrir einkaútgjöldum. Önnur ráðuneyti létu nægja að vitna í reglur um notkun kortsins: „Notkun þess er bundin við kostnað vegna ferðalaga ráðherra en ekki til persónulegra innkaupa," segir til dæmis í svari utanríkisráðuneytisins. Bolli Þór Bollason. Kreditkortin notuð til þæginda, segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Bolli sagði kreditkort ríkisins á nafni ráðherra eða ráðuneytisstjóra vera notað til að greiða hótel og hugsanlega risnu ráðuneytisins. „Það kemur fyrir að ráðherra heldur boð í útlöndum og þá er stundum greitt með þessu korti en yfirleitt greiðir ráðuneytisstjórinn. Það er mjög sjaldgæft að forsætisráðherra noti sitt kort," segir Bolli Þór. Spurður um ástæðu fyrir notkun kortanna segir Bolli Þór það einfaldlega vera spurningu um þægindi: „Menn voru ýmist að greiða af dagpeningum sínum, með eigin korti eða fá með sér mikið af gjaldeyri. Það er miklu eðlilegra að hafa kort á vegum ráðuneytisins og þvælast ekki um með gjaldeyri eða blanda eigin kortum í þetta."
Kosningar 2007 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira