Innlent

Seðlabankinn hvetur til varfærni

Seðlabankinn telur að ef farið verði of geyst í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum geti það leitt til hærri verðbólgu og stýrivaxta og því brýnt að frekari uppbygging taki mið af því. Bankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í morgun en varar við að áframhaldandi þensla geti þvingað bankann til vaxtahækkana. Stýrivextir eru nú 14,25 % og hafa verið það frá því í desember.

Samkvæmt nýju spámódeli bankans til þriggja ára, gerir hann ráð fyrir að stýrivextir verði óbreyttir fram á fjórða ársfjórðung en geti lækkað í allt að 6 prósent. Með þessu segist bankinn þó ekki fullyrða neitt, mikill viðskiptahalli og kostnaður við hann ásamt spennu á vinnumarkaði geti leitt til aukinnar verðbólgu og þar með hækkun stýrivaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×