Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga? 14. júní 2007 18:49 Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. Samvinnutryggingar og systurfélagið Líftryggingarfélagið Andvaka voru stofnuð af Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS fyrir rúmri hálfri öld. Eignarhaldið á þessum tryggingarfélögum var í höndum þeirra sem tryggðu hjá þeim, þ.e. tryggingartakar áttu félögin. En 1989 eru þessu félög sameinuð Brunabótafélaginu og úr verður stórveldið Vátryggingarfélag Íslands, VÍS. Það hefur verið heldur betur líf í þessum leyfum Samvinnuhreyfingarinnar þó svo eiganrhaldið sé ef til vill óljóst. Digrum sjóðum hefur verið beitt í fjárfestingarskyni , meðal annars tók eiganrhaldsfélag Samvinnutrygginga þátt í að eignast Búnaðarbankann sem S-hópurinn svokallaði (vegna tengsla við framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna) fékk að kaupa.. Síðustu fjárfestingar þessa félags, sem fréttnæm þóttu, voru kaup á þriðjungshlut í Icelandair og var Finnur Ingólfsson þar í forsvari. Samkævmt heimildum fréttastofa nema eignir þessara leyfa Samvinnutrygginga tugum milljarða króna, en hver á þær? Sigurður G Guðjónsson spyr þessa í Morgunblaðinu í dag og bendir á að aðalfundur Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga sé á morgun í húsakynnum Mjólkursamsölunnnar. Bendir hann á að að ráða megi af samþykktum félagsins að félagar í eignarhaldsfélaginu séu þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árið 1987 og 88 og þeir sem voru með lögboðna brunatryggingu 1992 og 1993. En þeir eru ekki boðnir á aðalfundinn á morgun. Fréttastofa náði símtali við Þórólf Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í dag en hann er stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Gat hann upplýst að það væri 24. manna framkvæmdaráð sem sæti aðalfundinn og engin annar. Ekki gat hann útlistað hvernig þetta 24 manna ráð er valið. Sleit hann símtalinu og bauð fréttamanni að hafa samband við sig síðar í dag til frekari upplýsingagjafar. Síðan hefur verið slökkt á farsímanum. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. Samvinnutryggingar og systurfélagið Líftryggingarfélagið Andvaka voru stofnuð af Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga, SÍS fyrir rúmri hálfri öld. Eignarhaldið á þessum tryggingarfélögum var í höndum þeirra sem tryggðu hjá þeim, þ.e. tryggingartakar áttu félögin. En 1989 eru þessu félög sameinuð Brunabótafélaginu og úr verður stórveldið Vátryggingarfélag Íslands, VÍS. Það hefur verið heldur betur líf í þessum leyfum Samvinnuhreyfingarinnar þó svo eiganrhaldið sé ef til vill óljóst. Digrum sjóðum hefur verið beitt í fjárfestingarskyni , meðal annars tók eiganrhaldsfélag Samvinnutrygginga þátt í að eignast Búnaðarbankann sem S-hópurinn svokallaði (vegna tengsla við framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna) fékk að kaupa.. Síðustu fjárfestingar þessa félags, sem fréttnæm þóttu, voru kaup á þriðjungshlut í Icelandair og var Finnur Ingólfsson þar í forsvari. Samkævmt heimildum fréttastofa nema eignir þessara leyfa Samvinnutrygginga tugum milljarða króna, en hver á þær? Sigurður G Guðjónsson spyr þessa í Morgunblaðinu í dag og bendir á að aðalfundur Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga sé á morgun í húsakynnum Mjólkursamsölunnnar. Bendir hann á að að ráða megi af samþykktum félagsins að félagar í eignarhaldsfélaginu séu þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árið 1987 og 88 og þeir sem voru með lögboðna brunatryggingu 1992 og 1993. En þeir eru ekki boðnir á aðalfundinn á morgun. Fréttastofa náði símtali við Þórólf Gíslasyni, kaupfélagsstjóra í dag en hann er stjórnarformaður Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Gat hann upplýst að það væri 24. manna framkvæmdaráð sem sæti aðalfundinn og engin annar. Ekki gat hann útlistað hvernig þetta 24 manna ráð er valið. Sleit hann símtalinu og bauð fréttamanni að hafa samband við sig síðar í dag til frekari upplýsingagjafar. Síðan hefur verið slökkt á farsímanum.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira