Erlent

Með vökva í stað heila

Manni, með óvenju lítinn heila, hefur tekist að lifa eðlilegu lífi í fjörutíu ár. Rannsóknir franskra vísindamanna á höfði hans sýna að hauskúpa hans inniheldur að mestu leyti vökva.



Vísindamennirnir segja að einungis sé lítil arða af heilavef í höfði mannsins. „Hann var giftur starfsmaður hjá hinu opinbera og tveggja barna faðir," sagði læknir mannsins. Þetta kom fram á fréttavef Ananova.

Maðurinn mældist með greindarvísitöluna 75, sem er töluvert lægra en gengur og gerist hjá meðalmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×