Neytendur meðvitaðri um ábyrgð sína 8. ágúst 2007 00:01 Þrátt fyrir að Fair Trade-verslunin sé ekki rekin með hefðbundnum áherslum hefur Ásdís engar áhyggjur. MYND/GVA Fair Trade nefnist alþjóðleg hreyfing sem hefur það markmið að tryggja að framleiðendur í þriðja heiminum fái sanngjarnt verð fyrir varning sinn. Raunar er um net samtaka að ræða; bæði alþjóðleg og staðbundin. Til að mynda eru sérstök Fair Trade-samtök í flestum Evrópulöndum, auk þess sem hreyfingin er áberandi í Bandaríkjunum. Þá eru einnig starfrækt sérstök alþjóðleg regnhlífarsamtök, á borð við Fairtrade Labelling Organization International, sem sér um að merkja varning og staðfesta þannig að hann uppfylli skilyrði um sanngjörn viðskipti. Þá má nefna IFAT, alþjóðleg samtök um Fair Trade, sem ætlað er að vera samráðsvettvangur þeirra sem starfa innan Fair Trade-hreyfingarinnar. Margir Íslendingar hafa rekist á Fair Trade-varning á ferðum sínum erlendis og jafnvel í stórmörkuðum hérlendis. Þá hefur Hjálparstofnun kirkjunnar lengi flutt inn Fair Trade-varning í takmörkuðum mæli. Um er að ræða alls kyns varning; matvöru, kaffi, gjafavöru, leikföng og jafnvel fatnað. Með Fair Trade-merkingum fær neytandinn ekki einungis tryggingu fyrir því að sanngjarnt verð hafi verið greitt fyrir vöruna, heldur einnig að farið hafi verið að kröfum sem gerðar eru til framleiðenda; svo sem að barnaþrælkun líðist ekki, starfsmönnum sé heimilt að tilheyra verkalýðsfélögum, farið sé að Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og að varan sé framleidd á umhverfisvænan hátt.Ekki góðgerðarstarfsemiHér á landi eru enn ekki starfrækt Fair Trade-samtök. Hins vegar var nýverið opnuð Fair Trade-verslun á Klapparstígnum, þar sem til sölu er alls kyns varningur sem uppfyllir staðla alþjóða Fair Trade-hreyfingarinnar. Fair Trade-búðin er í eigu mæðgnanna Arndísar Hörpu Einarsdóttur, skólastjóra á Stokkseyri, og Ásdísar Óskar Einarsdóttur, meistaranema í mannfræði.Ásdís bjó áður í Nýja-Sjálandi í þrjú ár og kynntist Fair Trade-hugmyndinni þar. Hún segist fyrst hafa kynnst varningnum fyrir tilviljun og raunar ekki leitt hugann að hugmyndafræðinni sem býr að baki fyrr en nokkru síðar. „Þegar hingað kom var ég steinhissa á því að hér var hvergi hægt að fá þessar vörur. Mamma var þá nýbúin á námskeiði hjá Iðntæknistofnun, fyrir konur sem vilja fóta sig í viðskiptum. Við ákváðum síðan í sameiningu að ráðast í þetta."Flestar Fair Trade-verslanir eru reknar af samtökum í hverju landi fyrir sig. Þar sem hér á landi eru engin slík samtök er verslunin í formi einkahlutafélags. „Í dag eru um 2.300 Fair Trade-verslanir í heiminum. Í flestum löndum eru síðan sérstök Fair Trade-samtök sem halda utan um reksturinn. Hér eru hins vegar engin slík samtök og því rekum við mæðgur verslunina."Ásdís segir að komið hafi upp sú hugmynd hér á landi að stofna slík samtök, þá líklega í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. „Ef við tökum til að mynda dönsku Fair Trade-samtökin þá fá þau um fimm milljóna framlag frá danska ríkinu á hverju ári og þar vinna nánast eingöngu sjálfboðaliðar í búðunum."Ásdís segir að í flestum löndum standi verslanirnar varla undir sér og því séu öll framlög vel þegin. Hún tekur hins vegar fram að ekki sé um góðgerðarstarfsemi að ræða þótt reynt sé að bjóða upp á ódýran varning. „Markmiðið er samt fyrst og fremst að geta haldið versluninni gangandi og að kynna Fair Trade fyrir Íslendingum. Móttökurnar hafa verið alveg ótrúlega góðar. Stór hluti þeirra sem koma inn eru þó útlendingar, eða Íslendingar sem dvalið hafa erlendis og kynnst Fair Trade þar.Jólagjafir um hásumariðMarkmið Fair Trade-hreyfingarinnar er að opna markaðinn fyrir smærri fyrirtækjum í fátækari ríkjum.Þrátt fyrir að ekki sé um góðgerðarstarfsemi að ræða, segist Ásdís ekki bera með sér mikla gróðavon. Spurð að því hvort eitthvað dugi að reka verslun með annað en gróðasjónarmið að leiðarljósi, segist Ásdís raunar eiga erfitt með að svara. Sá mánuður sem liðinn er bendi hins vegar til þess að verslunin geti vel gengið, hið minnsta sé lærdómurinn ómetanlegur auk þess sem gaman sé að kynnast ólíkum viðskiptavinum búðarinnar. „Það kom hingað kona um daginn og keypti alveg heilan helling. Konan sagðist vera að kaupa jólagjafir um hásumarið, vegna þess að hún væri hrædd um að við yrðum ekki hérna um jólin."Ásdís segir söguna fyrst og fremst skemmtilega, hún hafi enga trú á því að konan reynist sannspá. „Auðvitað gengur þetta upp. Fólk er orðið miklu meðvitaðra en áður um þá ábyrgð sem það ber sem neytendur." Vörurnar sem til sölu eru í búðinni á Klapparstíg eru fengnar frá dönsku Fair Trade-samtökunum, en stefnt er að því að skipta milliliðalaust við framleiðendur á Indlandi, í Bangladesh, Ekvador og Nepal áður en langt um líður. Ásdís segir markmið Fair Trade-hreyfingarinnar að opna markaðinn fyrir smærri fyrirtækjum í fátækari ríkjum, sem annars ættu erfitt með aðgengi að vestrænum mörkuðum þar sem verð er margfalt hærra en heima fyrir „Bændur í einhverju ákveðnu héraði geta tekið sig saman og sett fyrirtæki á laggirnar. Fair Trade borgar þeim síðan fast verð, og sextíu prósent upphæðarinnar fyrirfram. Þannig fá þeir peninga til að þróa starfsemina og vöruna, auka framleiðsluna og gæðin."Ásdís segir viðskiptavini búðarinnar gjarnan konur á aldrinum tuttugu til sextíu ára. „Maður ætti kannski að kalla þær hinar hugsandi konur. Síðan eru náttúrlega margir sem koma bara inn af götunni, skoða, spjalla og kaupa."Mikil áhersla er lögð á smávöru í Fair Trade-búðinni; en auk þess má finna skófatnað, kaffi, te og sælgæti og raunar allt milli himins og jarðar.„Hugsunin er sú að hingað eigi að vera gaman að koma til að gramsa. Við reynum alltaf að hafa einhverja sögu á bakvið hlutina; til að mynda myndir af fólkinu sem framleiðir. Þannig að fólk fái tilfinningu fyrir því sem það er að kaupa."Fair Trade er hugmyndafræði sem gengur þvert á pólitískar átakalínur að sögn Ásdísar, og því nokkuð sem bæði vinstri- og hægrimenn ættu að geta sætt sig við. „Eigum við ekki að segja að þetta sé nokkurs konar málamiðlun sem allir ættu að geta sætt sig við. Að hjálpa fólki upp úr fátækt gegnum viðskipti." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Fair Trade nefnist alþjóðleg hreyfing sem hefur það markmið að tryggja að framleiðendur í þriðja heiminum fái sanngjarnt verð fyrir varning sinn. Raunar er um net samtaka að ræða; bæði alþjóðleg og staðbundin. Til að mynda eru sérstök Fair Trade-samtök í flestum Evrópulöndum, auk þess sem hreyfingin er áberandi í Bandaríkjunum. Þá eru einnig starfrækt sérstök alþjóðleg regnhlífarsamtök, á borð við Fairtrade Labelling Organization International, sem sér um að merkja varning og staðfesta þannig að hann uppfylli skilyrði um sanngjörn viðskipti. Þá má nefna IFAT, alþjóðleg samtök um Fair Trade, sem ætlað er að vera samráðsvettvangur þeirra sem starfa innan Fair Trade-hreyfingarinnar. Margir Íslendingar hafa rekist á Fair Trade-varning á ferðum sínum erlendis og jafnvel í stórmörkuðum hérlendis. Þá hefur Hjálparstofnun kirkjunnar lengi flutt inn Fair Trade-varning í takmörkuðum mæli. Um er að ræða alls kyns varning; matvöru, kaffi, gjafavöru, leikföng og jafnvel fatnað. Með Fair Trade-merkingum fær neytandinn ekki einungis tryggingu fyrir því að sanngjarnt verð hafi verið greitt fyrir vöruna, heldur einnig að farið hafi verið að kröfum sem gerðar eru til framleiðenda; svo sem að barnaþrælkun líðist ekki, starfsmönnum sé heimilt að tilheyra verkalýðsfélögum, farið sé að Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og að varan sé framleidd á umhverfisvænan hátt.Ekki góðgerðarstarfsemiHér á landi eru enn ekki starfrækt Fair Trade-samtök. Hins vegar var nýverið opnuð Fair Trade-verslun á Klapparstígnum, þar sem til sölu er alls kyns varningur sem uppfyllir staðla alþjóða Fair Trade-hreyfingarinnar. Fair Trade-búðin er í eigu mæðgnanna Arndísar Hörpu Einarsdóttur, skólastjóra á Stokkseyri, og Ásdísar Óskar Einarsdóttur, meistaranema í mannfræði.Ásdís bjó áður í Nýja-Sjálandi í þrjú ár og kynntist Fair Trade-hugmyndinni þar. Hún segist fyrst hafa kynnst varningnum fyrir tilviljun og raunar ekki leitt hugann að hugmyndafræðinni sem býr að baki fyrr en nokkru síðar. „Þegar hingað kom var ég steinhissa á því að hér var hvergi hægt að fá þessar vörur. Mamma var þá nýbúin á námskeiði hjá Iðntæknistofnun, fyrir konur sem vilja fóta sig í viðskiptum. Við ákváðum síðan í sameiningu að ráðast í þetta."Flestar Fair Trade-verslanir eru reknar af samtökum í hverju landi fyrir sig. Þar sem hér á landi eru engin slík samtök er verslunin í formi einkahlutafélags. „Í dag eru um 2.300 Fair Trade-verslanir í heiminum. Í flestum löndum eru síðan sérstök Fair Trade-samtök sem halda utan um reksturinn. Hér eru hins vegar engin slík samtök og því rekum við mæðgur verslunina."Ásdís segir að komið hafi upp sú hugmynd hér á landi að stofna slík samtök, þá líklega í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. „Ef við tökum til að mynda dönsku Fair Trade-samtökin þá fá þau um fimm milljóna framlag frá danska ríkinu á hverju ári og þar vinna nánast eingöngu sjálfboðaliðar í búðunum."Ásdís segir að í flestum löndum standi verslanirnar varla undir sér og því séu öll framlög vel þegin. Hún tekur hins vegar fram að ekki sé um góðgerðarstarfsemi að ræða þótt reynt sé að bjóða upp á ódýran varning. „Markmiðið er samt fyrst og fremst að geta haldið versluninni gangandi og að kynna Fair Trade fyrir Íslendingum. Móttökurnar hafa verið alveg ótrúlega góðar. Stór hluti þeirra sem koma inn eru þó útlendingar, eða Íslendingar sem dvalið hafa erlendis og kynnst Fair Trade þar.Jólagjafir um hásumariðMarkmið Fair Trade-hreyfingarinnar er að opna markaðinn fyrir smærri fyrirtækjum í fátækari ríkjum.Þrátt fyrir að ekki sé um góðgerðarstarfsemi að ræða, segist Ásdís ekki bera með sér mikla gróðavon. Spurð að því hvort eitthvað dugi að reka verslun með annað en gróðasjónarmið að leiðarljósi, segist Ásdís raunar eiga erfitt með að svara. Sá mánuður sem liðinn er bendi hins vegar til þess að verslunin geti vel gengið, hið minnsta sé lærdómurinn ómetanlegur auk þess sem gaman sé að kynnast ólíkum viðskiptavinum búðarinnar. „Það kom hingað kona um daginn og keypti alveg heilan helling. Konan sagðist vera að kaupa jólagjafir um hásumarið, vegna þess að hún væri hrædd um að við yrðum ekki hérna um jólin."Ásdís segir söguna fyrst og fremst skemmtilega, hún hafi enga trú á því að konan reynist sannspá. „Auðvitað gengur þetta upp. Fólk er orðið miklu meðvitaðra en áður um þá ábyrgð sem það ber sem neytendur." Vörurnar sem til sölu eru í búðinni á Klapparstíg eru fengnar frá dönsku Fair Trade-samtökunum, en stefnt er að því að skipta milliliðalaust við framleiðendur á Indlandi, í Bangladesh, Ekvador og Nepal áður en langt um líður. Ásdís segir markmið Fair Trade-hreyfingarinnar að opna markaðinn fyrir smærri fyrirtækjum í fátækari ríkjum, sem annars ættu erfitt með aðgengi að vestrænum mörkuðum þar sem verð er margfalt hærra en heima fyrir „Bændur í einhverju ákveðnu héraði geta tekið sig saman og sett fyrirtæki á laggirnar. Fair Trade borgar þeim síðan fast verð, og sextíu prósent upphæðarinnar fyrirfram. Þannig fá þeir peninga til að þróa starfsemina og vöruna, auka framleiðsluna og gæðin."Ásdís segir viðskiptavini búðarinnar gjarnan konur á aldrinum tuttugu til sextíu ára. „Maður ætti kannski að kalla þær hinar hugsandi konur. Síðan eru náttúrlega margir sem koma bara inn af götunni, skoða, spjalla og kaupa."Mikil áhersla er lögð á smávöru í Fair Trade-búðinni; en auk þess má finna skófatnað, kaffi, te og sælgæti og raunar allt milli himins og jarðar.„Hugsunin er sú að hingað eigi að vera gaman að koma til að gramsa. Við reynum alltaf að hafa einhverja sögu á bakvið hlutina; til að mynda myndir af fólkinu sem framleiðir. Þannig að fólk fái tilfinningu fyrir því sem það er að kaupa."Fair Trade er hugmyndafræði sem gengur þvert á pólitískar átakalínur að sögn Ásdísar, og því nokkuð sem bæði vinstri- og hægrimenn ættu að geta sætt sig við. „Eigum við ekki að segja að þetta sé nokkurs konar málamiðlun sem allir ættu að geta sætt sig við. Að hjálpa fólki upp úr fátækt gegnum viðskipti."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira