REI ætlar að verða leiðandi á heimsvísu 12. september 2007 02:30 Stjórnarmenn og stjórnendur Reykjavík Energy Invest sjást hér með Bambang Kustono, framkvæmdastjóra indónesíska fyrirtækisins Petamina, og Sukma Prawira, yfirverkfræðingi þess. MYND/GVA „Orkusviðið er vinsælt hjá fjárfestum um allan heim en ég held að við Íslendingar höfum ákveðið forskot þegar kemur að þekkingu á jarðhita, og það þurfum við að nýta hratt,“ sagði Bjarni Ármannsson, nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI), að loknum kynningarfundi fyrirtækisins í gær. Bjarni og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, sögðu félagið standa frammi fyrir miklum tækifærum og það ætlaði sér að verða leiðandi á heimsvísu á sviði nýtingar jarðvarma. Orkuveita Reykjavíkur verður kjölfestufjárfestir í félaginu með 40 prósent hlutafjár en félagið stefnir að því að afla um 50 milljarða króna, frá innlendum og erlendum fjárfestum, til þess að ráðast í verkefni á sviði nýtingar jarðhita í heiminum. Bjarni hefur sjálfur lagt 500 milljónir króna í félagið. Er Bjarni var forstjóri Glitnis kom hann að stofnun Geysir Green Energy sem einnig starfar á sviði nýtingar jarðvarma en það félag er í eigu FL Group, Atorku, Glitnis, VGK Invest ehf., Bar Holding og Reykjanesbæjar. Hann segist ekki líta svo á að þessi félög verði í harðri samkeppni. „Tækifærin á sviði nýtingu jarðvarma í heiminum eru það stór og mörg að hvorki Reykjavík Energy Invest né Geysir Green Energy munu ná utan um þau. En við eigum í samstarfi sem gengur vel,“ sagði Bjarni. REI á hlut í Enex, Enex-Kína, Galantaterm og Iceland America Energy en fjölmörg verkefni á sviði jarðhitavirkjana eru skoðun hjá þessum félögum. Þá er PNOC-EDC, stærsta orkufyrirtæki á Filippseyjum, að vinna að verkefnum með REI en það fyrirtæki er nú í einkavæðingarferli, sem forsvarsmenn REI fylgjast grannt með. Bjarni segir fjölmörg verkefni bíða stjórnar nýs fyrirtækis en auk hans eiga Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, og Haukur Leósson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, sæti í stjórn REI. „Fyrstu skrefin fara í að ná utan um verkefnin sem við erum með og átta sig á því hvernig þeim er best fyrir komið. Það þarf að búa til stefnu sem gerir það að verkum að fyrirtækið geti orðið leiðandi á heimsvísu á þessum markaði. Það þarf að gerast hratt vegna þess hve áhugi fjárfesta í heiminum á þessum málum er mikill. Með skýrri stefnu ættum við að geta laðað til okkar áhugaverða fjárfesta og það er okkar markmið.“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Orkusviðið er vinsælt hjá fjárfestum um allan heim en ég held að við Íslendingar höfum ákveðið forskot þegar kemur að þekkingu á jarðhita, og það þurfum við að nýta hratt,“ sagði Bjarni Ármannsson, nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI), að loknum kynningarfundi fyrirtækisins í gær. Bjarni og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og starfandi forstjóri REI, sögðu félagið standa frammi fyrir miklum tækifærum og það ætlaði sér að verða leiðandi á heimsvísu á sviði nýtingar jarðvarma. Orkuveita Reykjavíkur verður kjölfestufjárfestir í félaginu með 40 prósent hlutafjár en félagið stefnir að því að afla um 50 milljarða króna, frá innlendum og erlendum fjárfestum, til þess að ráðast í verkefni á sviði nýtingar jarðhita í heiminum. Bjarni hefur sjálfur lagt 500 milljónir króna í félagið. Er Bjarni var forstjóri Glitnis kom hann að stofnun Geysir Green Energy sem einnig starfar á sviði nýtingar jarðvarma en það félag er í eigu FL Group, Atorku, Glitnis, VGK Invest ehf., Bar Holding og Reykjanesbæjar. Hann segist ekki líta svo á að þessi félög verði í harðri samkeppni. „Tækifærin á sviði nýtingu jarðvarma í heiminum eru það stór og mörg að hvorki Reykjavík Energy Invest né Geysir Green Energy munu ná utan um þau. En við eigum í samstarfi sem gengur vel,“ sagði Bjarni. REI á hlut í Enex, Enex-Kína, Galantaterm og Iceland America Energy en fjölmörg verkefni á sviði jarðhitavirkjana eru skoðun hjá þessum félögum. Þá er PNOC-EDC, stærsta orkufyrirtæki á Filippseyjum, að vinna að verkefnum með REI en það fyrirtæki er nú í einkavæðingarferli, sem forsvarsmenn REI fylgjast grannt með. Bjarni segir fjölmörg verkefni bíða stjórnar nýs fyrirtækis en auk hans eiga Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, og Haukur Leósson, formaður stjórnar Orkuveitunnar, sæti í stjórn REI. „Fyrstu skrefin fara í að ná utan um verkefnin sem við erum með og átta sig á því hvernig þeim er best fyrir komið. Það þarf að búa til stefnu sem gerir það að verkum að fyrirtækið geti orðið leiðandi á heimsvísu á þessum markaði. Það þarf að gerast hratt vegna þess hve áhugi fjárfesta í heiminum á þessum málum er mikill. Með skýrri stefnu ættum við að geta laðað til okkar áhugaverða fjárfesta og það er okkar markmið.“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira