Erlent

Samsvörun í fuglaflensutilvikum í Tékklandi og Þýskalandi

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Fuglaflensutilvik sem hafa komið upp í Tékklandi og suðurhluta Frakklands síðustu misseri eru talin eiga sama uppruna. Heilbrigðisyfirvöld í Tékklandi hafa fundið H5N1 afbrigði veirunar í tveimur fuglabúum og í einum dauðum svani á meðan þjóðverjar hafa fundið veiruna í þónokkrum villtum fuglum.

Veiran úr svaninum var borin saman við veiruna sem fannst í Þýskalandi og sýndu rannsóknir 99,2% samsvörun. Heibrigðisstofnun vildi ekki fullyrða að bein tengsl væru á milli fuglanna en telja að þetta sé sama veira og breiðist nú um suð-austurhluta Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×