Pólverjinn sem er í haldi lögreglunnar vegna ákeyrslunnar í Keflavík á föstudag, hefur orðið missaga við yfirheyrslur hjá lögreglunni, samkvæmt heimildum Vísis. Hann mun hafa gerið fleiri en eina skýringu á skemmdum sem eru á bíl hans.
Lögreglan telur sig hafa fundið á bílnum gögn sem sýni að það var hann sem ók á Kristinn Veigar Sigurðsson. Kristinn litli lést í gærkvöldi af meiðslum sínum.
Pólverjinn var í dag leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald fram á næsta fimmtudag. Samkvæmt heimildum Vísis ætlar lögreglan að senda einhver sýni úr landi til rannsóknar.
Búast má við að það taki jafnvel einhverjar vikur að fá niðurstöður úr þeim.