Starfsumhverfið æ alþjóðlegra 25. júlí 2007 00:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögmaður og einn eigenda BBA BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira