Starfsumhverfið æ alþjóðlegra 25. júlí 2007 00:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögmaður og einn eigenda BBA BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
BBA Legal opnaði fyrr á þessu ári útibú í London. Enn sem komið er er einungis einn starfsmaður á skrifstofunni í London, Rannveig Borg Sigurðardóttir forstöðumaður, en stefnt er að því að ráða fleiri til starfa á árinu. Katrín Helga Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri BBA Legal og einn eigenda stofunnar, segir helstu vandamálin við að hefja starfsemi á erlendri grundu vera af praktískum toga. „Það kostar mikla vinnu að koma svona starfsemi í gang. Við þurftum að stofna félag og komast gegnum alla stjórnsýsluna. Þetta tekur nokkra mánuði en síðan tekur við nokkuð bein braut.“ BBA Legal hét áður Landwell, en opnun útibúsins í London var ein af ástæðum nafnbreytingarinnar. Landwell er nefnilega alþjóðleg keðja lögmannastofa og til að fyrirbyggja allan misskilning var nafninu breytt. „Við hefðum raunar ekki getað haldið gamla nafninu úti, þar sem fyrir var stofa með sama nafni. Samhliða nafnbreytingunni hefur síðan fylgt markaðssetning þar sem við höfum kynnt okkur undir hinu nýja nafni.“ Íslenskar endurskoðunarskrifstofur reka sig væntanlega á sama vandamál þegar út er komið, enda heita þær margar hverjar eftir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum; til að mynda KPMG, Deloitte & Touche og Pricewaterhouse Coopers. Katrín Helga segir kúnnahópinn enn sem komið er aðallega vera stóru íslensku fjármálafyrirtækin en hins vegar færist í aukana að erlendar lögmannastofur leiti til BBA þegar sérþekkingar á íslenskum lögum er krafist. „Okkar kúnnahópur samanstendur fyrst og fremst af stóru íslensku kauphallarfélögunum. Við höfum ekki verið mikið í því að aðstoða smærri íslensk fyrirtæki eða einstaklinga.“ Baldur Björn Haraldsson, einn eigendanna, er með frönsk málflutningsréttindi. Katrín Helga og Ásgeir Ragnarsson, sem einnig er í eigendahópnum. eru með lögmannsréttindi frá New York-ríki í Bandaríkjunum. Þá situr Rannveig Borg Sigurðardóttir, forstöðumaður Lundúnaútibúsins, nú námskeið til öflunar breskra málflutningsréttinda. BBA Legal sérhæfir sig hins vegar fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði, þar sem lítið er um málflutning af gamla skólanum. „Við erum fyrst og fremst í fyrirtækjalögfræði. Þar liggur okkar styrkur, sem við byggjum ofan á. Ég tel hyggilegra að halda áfram að vaxa á því sviði en að breikka grundvöllinn yfir á önnur svið lögfræðinnar,“ segir Katrín Helga. Hún segir lögfræðiumhverfið í Bretlandi ekki geta talist framandi. Hjá BBA Legal starfi fjölbreyttur hópur lögfræðinga með reynslu erlendis og auk þess hafi viðskiptaumhverfið hér heima orðið æ alþjóðlegra síðustu ár og fólk því vant að fást við breskar lagaflækjur. „Við erum búin að fást við breska samninga, bresk lög og breska lögfræðinga í mörg ár. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“ Fram undan er spennandi tíð hjá BBA Legal að mati Katrínar Helgu. Hún segir að næsta skref sé að fá breskan lögmann til liðs við BBA í London. Þá sé valkostur að ganga til samstarfs við einhverjar erlendar stofur, líkt og Logos hefur gert. „Síðan er ætlunin að starfsmenn okkar hér á skrifstofunni heima dvelji í auknum mæli úti og aðstoði við uppbygginguna þar.“ Katrín Helga telur að íslenskar lögmannastofur muni á næstu árum horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana. Hún bendir einnig á að á skrifstofu BBA Legal í Skógarhlíðinni starfi nú erlendur lögmaður en slíkt hefði þótt óhugsandi fyrir einungis tíu árum. „Það kæmi mér ekki á óvart að sjá íslenskar lögmannastofur sækja í auknum mæli til Bretlands og Norðurlandanna. Við erum að stíga fyrstu skrefin í útrásinni. Starfið verður sífellt alþjóðlegra og snýst ekki lengur bara um heimsóknir til sýslumanns og niður í héraðsdóm.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira