Fótbolti

Varalið Þjóðverja gegn Dönum

Joachim Loew, þjálfari þýska landsliðsins, ætlar að gefa átta lykilmönnum liðsins frí þegar það tekur á móti Dönum í vináttuleik á miðvikudag. Loew ætlar að nota leikinn til að gefa ungum og óreyndum leikmönnum tækifæri, en Þjóðverjar unnu frækinn útisigur á Tékkum í gærkvöldi.

Leikmennirnir sem Loew ætlar að gefa frí eru fyrirliðinn Michael Ballack, markvörðurinn Jens Lehmann, Philipp Lahm, Lukas Podolski, Bastian Schweinsteiger, Torsten Frings, Per Mertesacker og Bernd Schneider. Allir voru þessir leikmenn í byrjunarliðinu gegn Tékklandi í gær og er því allt útlit fyrir að nánast nýtt lið gangi út á völlinn gegn Dönum.

Loew hefur þegar kallað inn tvo nýliða í þýska hópinn, Patrick Helmes hjá Köln og Simon Rolfes, leikmann Leverkusen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×