Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni, KR mætir Fylki í Árbænum og Keflavík mætir ÍR á heimavelli og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15.
Ef KR sækir stig í Árbæinn kemst liðið á topp deildarinnar en hefur þá spilað einum leik fleira en Valsstúlkur.