Erlent

13 láta lífið í sprengingu í Bagdad

MYND/AP

Tvær bílsprengjur sprungu við bensínstöð í vesturhluta Bagdad í morgun. Samkvæmt fréttum frá lögreglu á staðnum er talið að 13 hafi látist og 22 særst. Fyrst sprakk sprengja í vegarkanti og þegar sjúkraliðar komu á vettvang sprakk annar bíll á staðnum.

Árásin á sér stað á sama tíma og hundruð manna syrgðu Saddam í borginni Fallujah í morgun. Súnníar í borginni fjölmenntu til þess að heiðra minningu þessa „föðurs allra Íraka" og gagnrýna meðferð íraskra stjórnvalda á honum.

Lítið hefur þó verið  um árásir í Írak að undanförnu og er það rakið til Eid al-Adha hátíðarinnar en henni lýkur í dag. Má því búast við ofbeldisöldu til þess að hefna aftöku Saddams Hússeins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×