Lífið

Kylie best klædd

Söngkonan Kylie Minogue hefur verið kjörin best klædda konan af tímaritinu Glamour.
Söngkonan Kylie Minogue hefur verið kjörin best klædda konan af tímaritinu Glamour.

Söngkonan Kylie Minogue hefur verið kjörin best klædda stjarnan af tímaritinu Glamour. Kylie lenti í 26. sæti í sama kjöri í fyrra en stekkur nú beint í efsta sætið.

Að sögn ritstjóra blaðsins hefur Kylie sígildan persónulegan stíl sem konur úti um allan heim samsama sig við. „Við höfum séð nýrra og mýkra útlit á Kylie á þessu ári. Hún er ennþá kynþokkafull en hún er hætt að koma fram í litlu gullbuxunum. Hún fer fínna í hlutina núna,“ sagði ritstjórinn.

Victoria Beckham lenti í öðru sæti á listanum, aðallega fyrir að vera ófeimin við að tileinka sér nýja strauma og stefnur í fatastíl.

Nicole Richie lenti í þriðja sæti og Kate Moss, sem var efst í fyrra, var í því fjórða. Pete Doherty, kærasti Moss, var aftur á móti valinn einn af verst klæddu körlunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.