Viðskipti erlent

Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc

Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi.

Réttarhöld standa enn yfir gegn Conrad Black og öðrum fyrrum stjórnarmönnum í Hollinger sem gefið er að sök að hafa svikið tæpa 6 milljarða krónur út úr útgáfufélaginu, sem gaf á tímabili út 500 dagblöð og tímarit. Réttarhöldum í máli hans verður haldið áfram um miðjan mars næstkomandi.

Black hefur fram til þessa lýst yfir sakleysi í málinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×