Inter hætt við að kaupa Chivu

Inter Milan hefur hætt við að kaupa rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu frá Roma. Forráðamenn Inter segja verðmiðann á leikmanninum einfaldlega of háan en Roma vill fá 18 milljónir evra fyrir hann. Real Madrid og Barcelona eru einnig sögð hafa áhuga á varnarmanninum en ljóst er að hann fer ekki til Inter í bráð.