Erlent

Átta milljónir þurfa á hjálp að halda

MYND/AP

Fjöldi þeirra sem þurfa á bráðri hjálp að halda í Írak er átta milljónir, þar á meðal tvær milljónir flóttamanna og tvær milljónir heimilislausra. Þetta kom fram á sérstökum fundi sem haldin var um málefni Írak.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, biður nágrannalönd Íraks um að hafa landamæri sín opin og taka flóttafólki vel. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er málefni sem varðar okkur öll."

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að um 40-50.000 manns flýi frá Írak í hverjum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×