Innlent

Jón styður tillögu Valgerðar

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, styður hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra að koma á eðlilegu sambandi við þjóðstjórn Palestínu.

„Það er ekkert nema gott um þetta að segja,“ segir Jón, en ítrekar áherslur Valgerðar um að þjóðstjórnin skuli viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og fleira.

Ef íslenska ríkið kemur á sambandi við þjóðstjórnina verður það annað stjórnvaldið í Evrópu til þess. Norðmenn hafa nú þegar komið á slíku sambandi.

Ekki hefur tekist að fá Geir H. Haarde forsætisráðherra til að tjá sig um þetta mál, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×