Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka í Japan

Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans.
Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri Japans. Mynd/AFP

Seðlabanki Japans hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósenti í dag og standa stýrivextir landsins nú í 0,50 prósentum. Þetta er önnur stýrivaxtahækkun seðlabankans á sex árum. Vextirnir voru núllstilltir fram á síðasta ár en þá hækkaði bankinn þá um fjórðung úr prósenti.

Í rökstuðningi bankans fyrir hækkuninni segir að efnahagslífið hafi sýnt góð batamerki og séu horfur á auknum hagvexti á næstu árum. Þá sagði stjórnin ennfremur að stýrivextir muni hækka hægt og bítandi á næstunni. Breska ríkisútvarpið segir marga hagfræðinga þó ekki reikna með hækkun vaxta næsta hálfa árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×